topps

Þjónusta

Hellulagnir og hleðslur

Hellulögð svæði geta verið mikil prýði í görðum auk þess að vera mjög nytsamleg. Hvort sem um er að ræða bílaplön, verandir eða stíga þá geta hellur verið góð lausn. nánar »

Jarðvinna

Við getum séð um alla jarðvegsvinnu sem þarf að vinna við verk sem við tökum að okkur. Við erum í góðum samskiptum við tækjaleigu sem og öfluga jarðvinnuverktaka sem eru okkur ávallt innan handar. nánar »

Trjáklippingar

Vel hirtur trjágróður er alltaf til prýði. Öll tré þurfa einhverja umhirðu en þörfin fer eftir ástandi, aldri og aðstæðum hverju sinni. Umhirða trjáa felst í að skapa trjánum aðstæður til að vaxa og dafna. nánar »

Trjáfellingar

Það færist í vöxt að fella tré í eldri görðum. Aðstæður eru stundum orðnar þannig að trén eru orðin það þétt að þau eru farin að standa hverju öðru fyrir þrifum svo ekki sé minnst á garða þar sem hætt er að sjást til sólar. nánar »

Hefurðu frekari spurningar? Sendu okkur línu...Hafðu samband!

Garðsláttur

Lóðalausnir taka að sér garðslátt sem og alla grasumhirðu.  Auk sláttar þá tökum við að okkur að gera ýmislegt til að fegra og bæta grasflötina. Þar má nefna áburðargjöf, kantskurð, illgresiseyðingu og mosatætingu. nánar »

Útplöntun og þökulagnir

Við tökum að okkur að gróðursetja plöntur, hvort sem það eru tré, fjölæringar eða sumarblóm. Einnig útbúum við beð og færum plöntur til innan lóða. nánar »

Garðaúðun

Við tökum að okkur að úða garða þar sem lús og maðkur hafa gert sig heimakomin í trjám. Hafa ber í huga að úðun er ekki fyrirbyggjandi aðgerð og því er til lítils að úða nema vart hafi orðið við skaðvalda. Einkennin eru fyrst og fremst étin laufblöð og eins er oft hægt að sjá kvikindin. En við getum líka metið það og það kostar ekkert nema við úðum. nánar »

Margt fleira

Það sem fram kemur hér að ofan er langt því frá tæmandi listi yfir þá verkþætti sem við tökum að okkur. Kantskurður, beðahreinsanir, tjarnagerð, helluþvottur og illgresiseyðing , svo eitthvað sé nefnt, eru allt hlutir sem við fáumst við. Við þjónustum einstaklinga, húsfélög og fyrirtæki á öllu höfuðborgarsvæðinu. Hvort sem verkið er stórt eða smátt þá erum við alltaf tilbúin að skoða það. nánar »