Útplöntun og þökulagnir

Útplöntun og þökulagnir – því gróðurinn gefur garðinum gildi

Við tökum að okkur að gróðursetja plöntur, hvort sem það eru tré, fjölæringar eða sumarblóm. Einnig útbúum við beð og færum plöntur til innan lóða.
.
Þegar þökur eru lagðar út þarf að hyggja að fleiru en að láta grænu hliðina snúa upp. Undirlagið skiptir öllu máli.  Bæði þarf burðarlag og vaxtarlag að vera slétt og gott og einnig þarf svæðið að drena sig. Einnig þarf uppbygging vaxtarlagsins að henta aðstæðum. Til dæmis er ekki gott að hafa eingöngu sand undir grasi sem ekki er vökvað í þurrkatíð. Þessi atriði og fleiri þarf að hafa í huga þegar þökur eru lagðar út.
.
Hafið samband ef þið þurfið að láta gróðursetja eða þökuleggja. Við gerum tilboð ykkur að kostnaðarlausu.

Fyrirspurnir

Takk fyrir! Skilaboðin voru send, við höfum samband við fyrsta tækifæri

Villa kom upp í sendingu Reyndu aftur síðar.

Sending your message...