Garðsláttur

Garðsláttur – gerum grasið grænna þín megin

Lóðalausnir taka að sér garðslátt sem og alla umhirðu grasflata fyrir húsfélög og fyrirtæki.  Auk sláttar þá tökum við að okkur að gera ýmislegt til að fegra og bæta grasflötina. Í því sambandi má nefna áburðargjöf, kantskurð, illgresiseyðingu loftun og mosatætingu. Það má segja að sláttur sé lágmarksumhirða grasflatar. Með slætti er maður ekki bara að halda grasinu snöggu. Með rétt útfærðum slætti, t.d. með tilliti til  tíðni og sláttunándar, má styrkja og fegra grasflötina. Í þurrkatíð sem og við síðasta slátt þarf að gæta þess að slá ekki mjög snöggt, svo eitthvað sé nefnt.
.
Lóðalausnir taka að sér allt sem viðkemur umhirðu grasflata, hvort sem það er fyrir fjölbýlishúsalóðir, einkalóðir eða lóðir fyrirtækja. Við gerum föst verðtilboð, bæði í stakan slátt eða annan verkþátt sem og umhirðu fyrir allt sumarið.

Fyrirspurnir

Takk fyrir! Skilaboðin voru send, við höfum samband við fyrsta tækifæri

Villa kom upp í sendingu Reyndu aftur síðar.

Sending your message...