Um okkur

Um okkur

Um Lóðalausnir

Lóðalausnir ehf er ungt og framsækið garðyrkjufyrirtæki, stofnað á vormánuðum 2009 af Ragnari Steini Guðmundssyni. Ragnar hefur margra ára reynslu  af garðyrkjustörfum auk þess að vera menntaður skrúðgarðyrkjumeistari.
.
Við hjá Lóðalausnum tökum að okkur flest allt sem viðkemur garðinum. Við höfum mikla reynslu af öllum Lóðafrágangi. Hellulagnir, vegghleðslur og tröppugerð, svo eitthvað sé nefnt, eru allt verkþættir sem við höfum mikla þekkingu á. Að auki höfum við einnig starfað töluvert við græna geirann. Þá bæði við frágang eins og þökulagnir og útplöntun trjáa en einnig sinnum við almennri umhirðu.
.
Lóðalausnir leggja mikla áherslu á fagleg, viðurkennd og vönduð vinnubrögð. Auk þess er það okkur mjög mikilvægt að standa við orð okkar og rísa undir því trausti sem okkur er sýnt.
Lóðalausnir ehf eru aðili að Félagi skrúðgarðyrkjumeistara. Sú aðild er ákveðinn gæðavottun auk þess að fela í sér tryggingu með aðild að bótasjóði Samtaka iðnaðarins.
.
F.h.  Lóðalausna ehf
Ragnar Steinn Guðmundsson – skrúðgarðyrkjumeistari
.
.

Fyrirspurnir

Takk fyrir! Skilaboðin voru send, við höfum samband við fyrsta tækifæri

Villa kom upp í sendingu Reyndu aftur síðar.

Sending your message...