Trjáklippingar

Trjáklippingar – limgerði, tré runnar

Vel hirtur trjágróður er alltaf til prýði. Öll tré þurfa einhverja umhirðu en þörfin fer eftir ástandi, aldri og aðstæðum hverju sinni. Umhirða trjáa felst í að skapa trjánum aðstæður til að vaxa og dafna. Umhirðuþættir eru klippingar, áburðargjöf, vökvun og beðahreinsun.
Tilgangurinn með trjáklippingum getur verið mismunandi. Með limgerðisklippingum erum við til dæmis bæði að halda limgerðinu þéttu, með því að láta það greina sig, ásamt því að stýra vextinum svo ekki sé minnst á að halda því beinu og snyrtilegu.
Þegar runnar eru klipptir erum við að stýra vextinum ásamt því að bæta birtuskilyrði og láta runnann endurnýja sig. Þó er þetta breytilegt milli tegunda og eins geta óskir garðeigenda verið mismunandi. Á meðan að sumir vilja fastmótuð form leggja aðrir meira upp úr því að ná fram sem mestri blómgun eða berjauppskeru. T.d. blómstra sumir runnar, t.d. margir kvistir, á fyrraárssprota. Það þarf að hafa í huga þegar runnar eru klipptir.
Þegar klippa á stærri og eldri tré er mikilvægt að hafa vaðið fyrir neðan sig og meta hverja aðgerð vel. Stundum þarf einhverra hluta vegna að fjarlægja stórar greinar. Þá er best að gera það yfir hásumarið þegar varnarkerfi trésins er sem öflugast og best í stakk búið til að loka sárinu. Klipping er nefnilega ekki afturkræf aðgerð.
Við hjá Lóðalausnum tökum að okkur allar trjá- og runnaklippingar.
Gerum bæði föst verðtilboð og vinnum í tímavinnu.

Fyrirspurnir

Takk fyrir! Skilaboðin voru send, við höfum samband við fyrsta tækifæri

Villa kom upp í sendingu Reyndu aftur síðar.

Sending your message...