Trjáfellingar

Trjáfellingar – stundum er bara of mikið af því góða

Það færist í vöxt að fella þurfi tré í eldri görðum. Aðstæður eru stundum orðnar þannig að trén eru orðin það þétt að þau eru farin að standa hverju öðru fyrir þrifum svo ekki sé minnst á þá garða þar sem hætt er að sjást til sólar. Þessar ástæður og fleiri geta verið fyrir því að vænlegast sé að grisja trjágróðurinn. Þegar það er gert þarf að vega og meta vandlega hvaða tré skuli fjarlægja og hver skuli standa áfram.
.
Lóðalausnir hafa talsverða reynslu af trjáfellingum við ýmsar aðstæður. Að sjálfsögðu fjarlægjum við þau tré sem við fellum, nema um annað sé beðið. Við leitumst alltaf við að vinna verkin á sem hagkvæmastan hátt. Endilega hafið samband ef trjánum er orðið ofaukið. Við mætum og gerum tilboð að kostnaðarlausu.

Fyrirspurnir

Takk fyrir! Skilaboðin voru send, við höfum samband við fyrsta tækifæri

Villa kom upp í sendingu Reyndu aftur síðar.

Sending your message...