Hellulagnir og hleðslur

Hellulagnir og hleðslur – ending og gæði

Hellulögð svæði geta verið mikil prýði í görðum auk þess að vera mjög nytsamleg. Hvort sem um er að ræða bílaplön, verandir eða stíga þá geta hellur verið góð lausn. Einnig skiptir líka miklu máli hvernig staðið er að lögninni. Með réttri og góðri undirvinnu sem og vönduðum frágangi geta hellulagnir verið lausn til frambúðar.
.
Það er fátt sem setur skemmtilegri svip á lóðir en vel hlaðnir og fallegir veggir sem hæfa umhverfi sínu. Lóðalausnir taka að sér allar gerðir hleðslna. Hvort sem um er að ræða vegghleðslu úr forsteyptum hleðslusteini, grjóthleðslu eða hlaðnar tröppur.
Þegar unnið er við hleðslur er mikilvægt að notast sé við efni sem hentar aðstæðum svo að hleðslan komi til með að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til hennar. Einnig er undirvinnan gríðarlega mikilvæg.
.
Hlaðnar tröppur geta verið góð lausn við sumar aðstæður. Þær geta annars vegar verið hlaðnar með forsteyptum þrepum,  sem hægt er að fá í ýmsum breiddum, og hins vegar úr ýmiss konar steinum, forsteyptum eða tilhöggnum. Þegar tröppur eru hlaðnar þarf að passa að hlutföllin milli uppstigs og innstigs séu hæfileg. Ef það er ekki gert er hætt við að skreflengdin verði kolröng og þ.a.l. óþægilegt að ganga um tröppurnar. Til er ákveðin formúla (Tröppuformúlan) sem notuð er til að finna réttan fjölda þrepa, innstig og uppstig miðað við hæð og lengd þess svæðis sem tröppurnar eiga að koma á.
.
Við hjá Lóðalausnum höfum mikla reynslu af ýmiss konar hellulögnum og hleðslum. Bæði höfum við lagt allar gerðir af hefðbundnum forsteyptum einingum en einnig höfum við töluverða reynslu í leggja og hlaða úr náttúrulegu efni. Við gerum tilboð að kostnaðarlausu  auk þess að ráðleggja fólki sé þess óskað.
.

Hellulögð svæði geta verið mikil prýði í görðum auk þess að vera mjög nytsamleg. Hvort sem um er að ræða bílaplön, verandir eða stíga þá geta hellur verið góð lausn. Einnig skiptir líka miklu máli hvernig staðið er að lögninni. Með réttri og góðri undirvinnu sem og vönduðum frágangi geta hellulagnir verið lausn til frambúðar.   Það er fátt sem setur skemmtilegri svip á lóðir en vel hlaðnir og fallegir veggir sem hæfa umhverfi sínu.

Lóðalausnir taka að sér allar gerðir hleðslna. Hvort sem um er að ræða vegghleðslu úr forsteyptum hleðslusteini, grjóthleðslu eða hlaðnar tröppur.  Þegar unnið er við hleðslur er mikilvægt að notast sé við efni sem hentar aðstæðum svo að hleðslan komi til með að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til hennar. Einnig er undirvinnan gríðarlega mikilvæg. Hlaðnar tröppur geta verið góð lausn við sumar aðstæður. Þær geta annars vegar verið hlaðnar með forsteyptum þrepum,  sem hægt er að fá í ýmsum breiddum, og hins vegar úr ýmiss konar steinum, forsteyptum eða tilhöggnum.

Þegar tröppur eru hlaðnar þarf að passa að hlutföllin milli uppstigs og innstigs séu hæfileg. Ef það er ekki gert er hætt við að skreflengdin verði kolröng og þ.a.l. óþægilegt að ganga um tröppurnar. Til er ákveðin formúla (Tröppuformúlan) sem notuð er til að finna réttan fjölda þrepa, innstig og uppstig miðað við hæð og lengd þess svæðis sem tröppurnar eiga að koma á.  Við hjá Lóðalausnum höfum mikla reynslu af ýmiss konar hellulögnum og hleðslum. Bæði höfum við lagt allar gerðir af hefðbundnum forsteyptum einingum en einnig höfum við töluverða reynslu í leggja og hlaða úr náttúrulegu efni. Við gerum tilboð að kostnaðarlausu  auk þess að ráðleggja fólki sé þess óskað.

Fyrirspurnir

Takk fyrir! Skilaboðin voru send, við höfum samband við fyrsta tækifæri

Villa kom upp í sendingu Reyndu aftur síðar.

Sending your message...